2020-08-14
TILBOÐSBEIÐNI

1

Tilboðsbeiðni í burðarvirki úr krosslímdu timbri. Gögn sem við þurfum að fá eru arkitektateikningar þ.e. grunnmynd, snið og útlit. Teikningaformið er fyrst og fremst PDF en gott er að fá dwg líka og/eða módel. Við þurfum að vita nákvæma staðsetningu á byggingunni, hvort það eigi að vera sýnilegt timbur í veggjum og loftum, ennfremur hvers konar þakuppbygging er áætluð.

 

2020-08-14
TILBOÐSGERÐ

2

Við sendum frá okkur tilboð og iðulega mynd af burðarvirkinu. Tilgreinum hvað er innifalið en það sem við bjóðum er burðarvirkjahönnun, gerð burðarvirkjateikninga, efnisöflun timbureininga, límtrébita/súla og standard festingaefnis. Við getum einnig gefið verð í uppsetningu ef þess er óskað.

Við sendum frá okkur vönduð tilboð með sundurliðuðum verðum. Tilboðsgerðin tekur alla jafna um 2-5 vikur. Hluti verðsins er háður breytingum á gengi evru.

 

2020-08-14
SAMNINGUR

3

Eftir að tilboði er tekið þá útbúum við samning um verkið. Greiðsluskilmálar miðast alla jafna við fyrirframgreiðslur en þó dreift yfir allt ferlið.

 

2020-08-14
HÖNNUN

4

Element sér um hönnun burðavirkja úr krosslímdu timbri auk mögulegra límtré/stálstyrkinga. Við gerum módel af burðarvirkinu þannig að hægt sé að sjá stærðir, skiptingu eininga, hvernig liggur í timbrinu og fræsingar vegna lagna. Þetta módel er yfirfarið af eiganda og öðrum hönnuðum en allt hönnunarferlið er unnið í nánu samstarfi við aðra hönnuði s.s. arkitekt, lagnahönnuði og hönnuð undirstaða. Við útvegum kraftaplan vegna undirstaða og sjáum um greinargerð vegna okkar hönnunar.

Við lok hönnunar afhendum við uppáskrifaðar teikningar sem nýtast sem uppsetningarteikningar.

 

2020-08-14
FRAMLEIÐSLA OG AFHENDING

5

Timbureiningarnar eru framleiddar með +/-2mm nákvæmni í verksmiðju okkar í Austurríki. Þar er efninu raðað á vagna sem keyrðir eru til Rotterdam og þar inn í ferju sem siglir til Þorlákshafnar. Frá Þorlákshöfn ökum við vögnum á byggingarstað. Mikið er lagt upp úr skipulagi við afhendinguna og gert er ráð fyrir að efsta eining á fyrsta vagni sé sú sem reist er fyrst, síðan koll af kolli en reist er beint af vögnum. Fjöldi vagna fer eftir umfangi verkefna.

 

2020-08-14
UPPSETNING

6

Element getur séð um uppsetningu timbureininga fyrir sína viðskiptavini. Við sjáum þá um uppsetningu burðarvirkja okkar hluta og útvegum þau tæki og búnað sem þarf til verksins. Alla jafna er uppsetningargengið 4-5 menn.

Þegar uppsetningu Element er lokið er næsti verkþáttur að þétta bygginguna og setja í glugga og hurðir.

2020-08-14
UPPGJÖR

7

Saman förum við yfir afhent verk. Við útbúum uppgjörsskjal og í framhaldinu er lokagreiðsla innt af hendi.

 

TILBOÐSBEIÐNI

Tilboðsbeiðni í burðarvirki úr krosslímdu timbri. Gögn sem við þurfum að fá eru arkitektateikningar þ.e. grunnmynd, snið og útlit. Teikningaformið er fyrst og fremst PDF en gott er að fá dwg líka og/eða módel. Við þurfum að vita nákvæma staðsetningu á byggingunni, hvort það eigi að vera sýnilegt timbur í veggjum og loftum, ennfremur hvers konar þakuppbygging er áætluð.

TILBOÐSGERÐ

Við sendum frá okkur tilboð og iðulega mynd af burðarvirkinu. Tilgreinum hvað er innifalið en það sem við bjóðum er burðarvirkjahönnun, gerð burðarvirkjateikninga, efnisöflun timbureininga, límtrébita/súla og standard festingaefnis. Við getum einnig gefið verð í uppsetningu ef þess er óskað.

Við sendum frá okkur vönduð tilboð en tilboðsgerðin tekur alla jafna um 2-5 vikur. Verð eru háð breytingum á gengi evru.

SAMNINGUR

Eftir að tilboði er tekið þá útbúum við samning um verkið. Greiðsluskilmálar miðast alla jafna við fyrirframgreiðslur en þó dreift yfir allt ferlið.

HÖNNUN

Element sér um hönnun burðavirkja úr krosslímdu timbri auk mögulegra límtré/stálstyrkinga. Við gerum módel af burðarvirkinu þannig að hægt sé að sjá stærðir, skiptingu eininga, hvernig liggur í timbrinu og fræsingar vegna lagna. Þetta módel er yfirfarið af eiganda og öðrum hönnuðum en allt hönnunarferlið er unnið í nánu samstarfi við aðra hönnuði s.s. arkitekt, lagnahönnuði og hönnuð undirstaða. Við útvegum kraftaplan vegna undirstaða og sjáum um greinargerð vegna okkar hönnunar.

Við lok hönnunar afhendum við uppáskrifaðar teikningar sem nýtast sem uppsetningarteikningar.

FRAMLEIÐSLA OG AFHENDING

Timbureiningarnar eru framleiddar með +/-2mm nákvæmni í verksmiðju okkar í Austurríki. Þar er efninu raðað á vagna sem keyrðir eru til Rotterdam og þar inn í ferju sem siglir til Þorlákshafnar. Frá Þorlákshöfn ökum við vögnum á byggingarstað. Mikið er lagt upp úr skipulagi við afhendinguna og gert er ráð fyrir að efsta eining á fyrsta vagni sé sú sem reist er fyrst, síðan koll af kolli en reist er beint af vögnum. Fjöldi vagna fer eftir umfangi verkefna.

UPPSETNING

Element getur séð um uppsetningu timbureininga fyrir sína viðskiptavini. Við sjáum þá um uppsetningu burðarvirkja okkar hluta og útvegum þau tæki og búnað sem þarf til verksins. Alla jafna er uppsetningargengið 4-5 menn.

Þegar uppsetningu Element er lokið er næsti verkþáttur að þétta bygginguna og setja í glugga og hurðir.

UPPGJÖR

Saman förum við yfir afhent verk. Við útbúum uppgjörsskjal og í framhaldinu er lokagreiðsla innt af hendi.