Um okkur

Element ehf. flytur inn krosslímt timbur frá austurríska framleiðandanum KLH Massivholz GmbH.

Í gegnum verkefni okkar frá árinu 2015 með krosslímt timbur höfum við aflað okkur mikillar sérþekkingar og reynslu sem nýtist viðskiptavinum okkar. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa einnig margra ára reynslu úr byggingageiranum.

Element ehf. varð til í framhaldi af verkefninu Fosshótel við Jökulsárlón. Við mat á efnisvali burðarvirkja þessa rúmlega 100 herbergja hótels, var ákveðið að notast við krosslímt timbur frá austurríska framleiðandanum KLH. Í kjölfarið af þessu fyrsta verkefni forsvarsmanna fyrirtækisins, sem einnig var stærsta verkefnið á Íslandi á þeim tíma með krosslímt timbur, fengum við umboðið á Íslandi.

 

Þjónusta

Element ehf. býður krosslímt timbur frá austurríska framleiðandanum KLH Massivholz GmbH. Við bjóðum heildstæða þjónustu við ráðgjöf, hönnun burðarvirkja, teikningagerð, efnisöflun og uppsetningu burðarvirkja úr krosslímdu timbri.

Við leggjum mikið upp úr heiðarlegum viðskiptum, fagmennsku og því að skila góðum verkum.

 

Forsvarsmenn

Eigendur fyrirtækisins eru Benedikt Tómasson, Karl Sigfússon og Sverrir Steinn Ingimundarson.

Karl og Benedikt eru byggingaverkfræðingar með um 20 ára reynslu af stjórnun og skipulagningu verklegra framkvæmda. Karl og Benedikt reka saman verkefna- og byggingastjórnunar fyrirtækið BEKA ehf.

Framkvæmdastjóri Element er Sverrir Steinn Ingimundarson, iðnaðartæknifræðingur. Sverrir hefur um 15 ára reynslu af sölu og verkefnastjórnun í byggingageiranum.

umfyrirteakid