Krosslímt timbur
Krosslímt timbur (klt, krosslímdar timbureiningar, CLT einingahús, cross laminated timber) er vistvænt byggingarefni sem opnar frábæra möguleika fyrir húsbyggjendur. Krosslímt timbur er framleitt í plötum byggt upp af timburlögum sem eru límd saman þvert á hvert annað undir miklum þrýstingi. Með þessu móti fæst byggingarefni með hátt burðarþol sem nýtist í burðarvirki bygginga í loft, þök og veggi. Krosslímdar timbureiningar frá KLH eru sérframleiddar fyrir hvert verkefni með tímastilltri afhendingu (e. Just In Time).
Krosslímdar timbureiningar frá KLH koma tilsniðnar á byggingarstað með hífingarlykkum og tilbúnar til uppsetninga. Eftir uppsetningu eru timbureiningar í útveggjum einangraðar að utan og klæddar með klæðningu á burðarkerfi eða lektur. Timbureiningar í innveggjum og loftum eru annað hvort klæddar, t.d. með gipsplötum, eða ysta lag eininga látið halda sér.
Af hverju krosslímt timbur
- Krosslímdar timbureiningar eru frábær kostur til þess að ná fram hagkvæmni og hraða við byggingaframkvæmdina
- Krosslímdar timbureiningar frá KLH eru CE merkt byggingavara (ETA-06/0138) og framleiddar skv. ISO 9001 gæðavottun með nákvæmni upp á +/-2 mm
- Það er vistvænt að byggja úr krosslímdu timbri frá KLH þar sem notast er við endurnýjanlega skóga við framleiðsluna
- Minna rask fyrir umhverfið t.d. í þéttingarverkefnum
- Lágmarkar þörf á einangrun – timbur hefur hátt einangrunargildi
- Létt byggingarefni – rúmþyngd krosslímds timburs er 1/5 af rúmþyngd steypu og því hentar það vel t.d. þegar verið er að byggja ofan á
- Hreinleg og þurr uppsetning
- Góð innivistfræði
Það er mikið af fróðleik á heimasíðu KLH:
Um KLH
Element ehf. er umboðsaðili KLH Massivholz GmbH á Íslandi.
- KLH er brautryðjandi í hönnun á krosslímdu timbri á heimsvísu og er í dag einn stærsti framleiðandi þeirra í Evrópu.
- KLH opnaði eldri verksmiðju sína árið 1999.
- Nýja verksmiðja KLH var opnuð árið 2020.
- Verksmiðjur KLH eru staðsettar í miðju Austurríkis og er meginástæða þess nálægð við skóga.
- KLH er fjölskyldufyrirtæki sem leggur gríðarlegan metnað í að framleiða gæðavöru til hagsbóta fyrir sína viðskiptavini.
- Heimasíða KLH er www.klh.at
Gæði og vottanir KLH
- Evrópskt tæknisamþykki ETA-06/0138, CE vottun
- ISO 9001:2015 Gæðavottun
- ISO 14001:2015 Umhverfisvottun
- EPD umhverfisyfirlýsing (Environmental Product Declaration)
- FSC og PEFC vottanir um sjálfbærni skóga
- Svansvottun (Nordic Swan Ecolabeling)
Sjá nánar á heimasíðu KLH – HÉR