FRAMLEIÐSLA OG AFHENDING

 In

5

Timbureiningarnar eru framleiddar með +/-2mm nákvæmni í verksmiðju okkar í Austurríki. Þar er efninu raðað á vagna sem keyrðir eru til Rotterdam og þar inn í ferju sem siglir til Þorlákshafnar. Frá Þorlákshöfn ökum við vögnum á byggingarstað. Mikið er lagt upp úr skipulagi við afhendinguna og gert er ráð fyrir að efsta eining á fyrsta vagni sé sú sem reist er fyrst, síðan koll af kolli en reist er beint af vögnum. Fjöldi vagna fer eftir umfangi verkefna.