HÖNNUN

 In

4

Element sér um hönnun burðavirkja úr krosslímdu timbri auk mögulegra límtré/stálstyrkinga. Við gerum módel af burðarvirkinu þannig að hægt sé að sjá stærðir, skiptingu eininga, hvernig liggur í timbrinu og fræsingar vegna lagna. Þetta módel er yfirfarið af eiganda og öðrum hönnuðum en allt hönnunarferlið er unnið í nánu samstarfi við aðra hönnuði s.s. arkitekt, lagnahönnuði og hönnuð undirstaða. Við útvegum kraftaplan vegna undirstaða og sjáum um greinargerð vegna okkar hönnunar.

Við lok hönnunar afhendum við uppáskrifaðar teikningar sem nýtast sem uppsetningarteikningar.