Verkefnið er 28 herbergja gistihús á miðhálendinu við Kerlingarfjöll. Veggir kjallara voru steyptir en þar fyrir ofan Svansvottað krosslímt timbur í gólf, veggi og þak. Límtré og stál var notað til frekari styrkinga. Mikið af sýnilegu timbri er í veggjum og loftum/þaki. Element útvegaði einnig ál/tré glugga frá Idealcombi.
- 2.600 fermetrar af krosslímdu timbri
- Burðarþolshönnun, efnisöflun og uppsetning
- Uppsett í september-október 2022
- Verkkaupi: Kerlingarfjöll ehf.
- Arkitektar: Basalt arkitektar