Burðarvirkið er samverkandi kerfi þar sem krosslímt timbur og stálvirki er bundið saman með steypu. Bitar og súlur eru stál en kjarni, gólf, þök og stigar eru úr krosslímdu timbri. Haflengdir eru miklar sem gefur mikinn sveigjanleika varðandi ráðstöfun á rýmum. Arkitektúrinn er glæsilegur og sýnilegt yfirborð krosslímda timbursins er látið njóta sín í loftum, þökum og veggjum.
- 3.500 fermetrar af krosslímdu timbri
- 46 tonn af stálvirki
- Burðarþolshönnun, efnisöflun og uppsetning
- Uppsett ágúst-október 2024
- Verkkaupi Klasi ehf.
- Arkitekt: Batteríið arkitektar